Stefnunar á áttavitanum eru fjórar. Norður (N), Suður (S), Vestur (V) og Austur (A)
Gráður áttavitans er skipt upp í 360 gráður sem gerir 90 gráður á milli stefnanna.
Með áttavitanum getum við alltaf vitað í hvaða átt við stefnum þar sem vísarnir eru hannaðir til að vísa alltaf á norðurpólinn (Rauði vísirinn) og suðurpólinn (Hvíti vísirinn).
Hraðar breytingar eru á segulsviði jarðar og þarf því stöðugt að taka mið að þeim þegar áttaviti og kort eru notuð saman.
Vísarnir í áttavitanum vísa alltaf á segulskautin (Magnetic poles) sem eru á sífellri hreyfingu.
Landfræðileg skaut (True poles) breytast ekki.
Landfræðilega norður skautið (True north pole) er í miðju atlantshafi en landfræðilegt suður skautið (True south pole) á Suðurskautslandinu.
Vegna þess að segul norðurskautið er ekki að færast línulega til austurs heldur rekur honum óreglulega þá getur misvísun sem gefin er upp á kortum yngri en 5 ára gömlum stundum verið röng. Þetta kemur þó yfirleitt ekki að sök við rötun í feltinu þar sem skekkjan er það lítil.
Á korti eru Lengdargráður í Réttvísandi Norður, eða “True North”.
Á áttavita bendir nálin í Misvísandi Norður (segul Norður) eða “Magnetic North”.
Segulskautið er á hreyfingu, á íslandi fer misvísun minnkandi um 1° á 5 ára tímabili.
Á kortum er einungis unnið með réttvísandi stefnur (True North).
Með áttavitanum úti í mörkinni er einungis unnið með misvísandi stefnur (Magnetic north).
Ítarefni - Misvísun
Á mörgum áttavitum er hægt að stilla inn misvísunina miðað við hvað hún er á því landsvæði sem maður er að ferðast á. Þetta getur verið til þægindaukna þegar ferðast er til dæmis á sama landsvæði eða flóknu landsvæði þar sem oft þar að breyta stefnunni sem er tekin.
Dæmi: Ferðast er á Sprengisandi vestan Vatnajökuls, misvísun er 11° miðað við kortið hér að ofan. Með því að snúa og færa gráðurnar á áttavitanum um 11° þá er búið að stilla inn misvísunina á svæðinu eins og sést á myndinni hér til hægri. Þegar við tökum stefnu á korti sem sýnir alltaf réttvísandi stefnu eða staðsetningartæki sem stillt er á að sýna réttvísandi stefnu þurfum við ekki að bæta neinu við áttavitann og getum því notað hann beint.
Flest allir áttavitar eru með skekkju sem nemur +/- 2 gráðum
Stilla áttavitann í húsið og leggja af stað
Það eru tvær leiðir til að setja áttavitann réttan til að hægt sé að ganga eftir honum þegar búið er að forstilla misvísunina eins og útskýrt er hér að ofan.
Snúa gráðuboganum þangað til segulnálin er í línu við örina í húsinu.
Snúa öllum áttavitanum þangað til örin er í línu við örina í húsinu. Þessa aðferð notum við til að finna út hver réttvísandi stefnan er. Húsið vísar núna í landfræðilegt norður.
Hvernig tökum við stefnu úti í feltinu?
Snúum áttavitanum þangað til norður örin (Rauða) fyllir inn í norður kassann inn í áttavitanum. Þá erum við komin með gráðu tölu sem er göngustefnan okkar.
Dæmi: Við sjáum afgerandi klett í landslaginu, við miðum klettinn út með áttavitanum, snúum áttavita húsinu þangað til örin (rauða) fyllir kassann (Norður) í áttavita húsinu.
Sniðugt getur verið þegar mið er tekið í landslagið að horfa einnig hvað er fyrir aftan punktinn sem stefnan var tekin í. Er fjall fyrir aftan? tré? klettar? Hús? en með þessu móti fáum við betri tilfinginu fyrir því hvert við stefnum og spörum tíma við að halda góðri stefnu.
Hvernig gefum við upp stefnur í feltinu?
Dæmi 1: Þú ert að ganga í ákveðna stefnu, 264° W . Í talmáli er þetta "264 gráður vestur"
Dæmi 2: Þú ert að ganga í 360° N. Í talmáli er þetta "360 gráður norður"
Dæmi 3: Þú ert að ganga í 230° SW. Í talmáli er þetta "230 gráður suð-vestur"
Dæmi 4: Þú ert að ganga í 125° SEE. Í talmáli er þetta "125 gráður aust-suð-austur"
Mikilvægt er að seigja alltaf stefnuna sem gengið er í til að fyrirbyggja misskiling eins og að ganga í öfuga stefnu, stundum talað um 180° skekkjuna.
Hvernig gefum við upp misvísun og réttvísun í feltinu?
Dæmi 1: Þú ert að gefa upp stefnu til annara, stefnan er 160° SSE. Í talmáli er þetta "Við ætlum að ganga í 160 gráður suð-suð-austur, misvísandi"
Dæmi 2: Þú reiknar stefnu út á korti og ætlar að ganga eftir henni, stefnan er 160° SSE sem þú reiknar út á kortinu. Þú bætir við misvísunni sem á þessu svæði er 10°, göngustefnan er því 170° S. Í talmáli er þetta "Við ætlum að ganga í 170 gráður suður, misvísandi"
Mikilvægt er að seigja alltaf hvort um misvísandi eða réttvísandi stefnu er að ræða þegar hún er gefin upp til að fyrirbyggja misskiling. Þá veit viðkomandi sem tekur við upplýsingunum hvort hann þurfi að bæta við misvísuninni áður en hann byrjar að ganga.
Ganga eftir landslagi - Að nota handrið
Þegar við erum úti í feltinu þá er mikilvægt að geta nýtt sér landslagið og umhverfið til að rata eftir en bæði er það skilvirkara og í flestum tilfellum njótum við augnabliksins meira.
Brekkan á vinstri hönd notuð sem handrið til að ferðast í gegnum þokuna í átt að Tindfjallajökli.
Helstu villur sem geta gerst við notkun á áttavita
Talað er um 180° villu þegar gengið er í þveröfuga stefnu við það sem lagt var upp með. Hægt er að fyrirbyggja þetta með því að vera með tvöfalt rötunarkerfi þannig að unt sér að tékka sig af. Þetta getur verið t.d áttaviti og logbók eða áttaviti og staðsetningartæki. Annar mikilvægt atriði er að gefa upp stefnuna sem gengið er í.
Háspennulínur, raftæki og seglar geta haft mikil áhrif á áttavitann. Dæmi um þetta er karabína með segli sem fest er á áttavitann eða talsvöðar og símtæki sem eru of nálægt áttavitanum.
Þetta getur valdið truflunum og skekkt þá stefnu sem gengið er í.
Gleymist að bæta við misvísun fyrir svæðið sem gengið er á. Dæmi um þetta er þegar gengið er með áttavita beint eftir stefnu úr staðsetningartæki en grunnstillingin þeirra er oft gefin upp réttvísandi. Hægt er að breyta uppgefinni stefnu í staðsetningartækjum yfir í misvísandi, mikilvægt er að vera búinn að uppfæra tækið til að tryggja að rétt misvísun sé stillt.
Heimildir eru til um að fólk hafi stuðst við sólina og stjörnunar til að rata fyrir meira en 4.000 árum. Þessi aðferð til rötunar er bæði einföld og skilvirk enda þarfnast hún ekki neins utanaðkomandi búnaðar.
Þegar gengið er í hvítmyrki (e. Whiteout) getur verið erfitt að halda réttri stefnu þar sem ekki eru nein kennileiti til að taka stefnuna í. Hægt er að beyta nokkrum aðferðum til að halda stefnunni í þessum aðstæðum
Láta einstakling ganga fyrir framan sig og miða viðkomandi út
Vera með prússik spotta eða annað sem hægt er að kasta á undan sér
Festa áttavitann fyrir framan sig eins og sýnt er á myndinni hér til hægri
Þegar gengið er í hvítmyrkri getur verið algeng að maður gangi meira til vinstri eða hægri. Stundum er talað um að maður reki í aðrahvora áttina, yfirleitt rekur manni alltaf í sömu en með reynslunni lærir maður að þekkja inn á sjálfan sig.
Hvernig áttavita á ég að kaupa mér?
Til eru nokkrar mismunandi týpur af áttavitum, hér eru nefndar þær helstu og kostir og gallar skoðaðir. Það sem skiptir mestu máli þegar velja á áttavita er að hann sé handhægur og henti því hlutverki sem honum er ætlað. Ef vel er farið með áttavitann þá ætti hann að geta enst lengi.
Áttaviti með spegli - Speglahúsið auðveldar notkun t.d þegar taka þarf stefnu reglulega eða miða út göngustefnu. Mælt er með áttavita með spegli fyrir þá sem huga á fjallamennsku.
Áttaviti án spegils - Dugar ef gengið er í einföldu landslagi
Áttaviti með braut -
Áttavitakúla - T.d við kayak siglingar þar sem stöðuleiki skiptir máli
Heimildaskrá
Wells, D. (2013). NOLS wilderness navigation. 2nd ed. Mechanicsburg, PA, Stackpole Boosk