Hér á eftir verður fjallað um atriði sem verður að hafa í huga varðandi menntun, reynslu og þjálfun áður en við förum af stað.
Ekki verður fjallað um hvaða aðferðir eru bestar, því þær eru jafn ólíkar og þær eru margar og það sama gildir um okkur.
Hér á eftir verður fjallað um hvað verður að hafa í huga áður en við leggjum af stað.
Á síðunni verður þér EKKI kennt að meta snjóflóðahætta. Heldur er hér fjallað um að þú verður að vera meðvitaður/meðvituð að þú verður að vera tilbúinn að meta snjóflóðahættu þegar þær aðstæður skapast. Við þurfum alltaf að koma heil heim.
Þú þarft því að sækja þér menntun hjá viðurkenndum aðilum ef þú hyggst ferðast þegar slíkar aðstæður geta skapast.
Hér að neðan er dæmi um viðurkennda aðila sem þjálfa og mennta fyrir slíkar aðstæður:
__________________________________________________________________________
Landsbjörg
Snjóflóð 1 - https://skoli.landsbjorg.is/namslysingar/namslysing/nr/169/snjoflod-1
Snjóflóð 2 - https://skoli.landsbjorg.is/namslysingar/namslysing/nr/170/snjoflod-2
Fagnámskeið í snjóflóðum - https://skoli.landsbjorg.is/namslysingar/namslysing/nr/171/fagnamskeid-i-snjoflodum
__________________________________________________________________________
Félag fjallaleiðsögumanna á Íslandi
__________________________________________________________________________
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
Fjallamennskunám - https://fjallanam.is/
Eitt það áhugaverðasta við þjálfun fyrir fjallgöngur er að átta sig á hvað hentar hverjum og einum. Við erum ólík og á meðan sumir vilja hlaupa, þá vilja aðrir vera í ræktinni.
Það sem við verðum að muna er að ferðalagið verður jafn skemmtilegt og líkamlega og andlega ástandið sem við erum í hverju sinni. Það er fátt erfiðara en að vera að ganga í átt að markmiðinu og vera búinn á því andlega og líkamlega áður en við komumst þangað.
Ein besta leiðin til að þjálfa sig fyrir fjallgöngur, er að fara í fjallgöngur. En við þurfum að meta hvar við erum stödd líkamlega og andlega og þjálfa okkur í samræmi við hvað við ætlum að gera.
Í Fjallabók (2013) Jón Gauta Jónssonar er góð umfjöllun um þjálfun fyrir fjallagöngur.
Skoðaðu því vel hvaða þjálfun hentar þér og ferðalaginu sem þú ætlar að takast á við.
Við þurfum fatnað og búnað í samræmi við það sem við ætlum að takast á við. Hér verður ekki talið upp hvaða búnað þú átt að kaupa heldur hvað er gott að hafa í huga.
Þú þarft að þekkja sjálfan þig. Á meðan sumir eru komnir í dúnúlpu vegna kulda þá eru aðrir ennþá í föðurlandinu. Við erum jafn ólík og við erum mörg.
Hef ég rétta þekkingu til að nota fatnaðinn og búnaðinn?
Það tekur tíma að koma sér upp búnaði og fatnaði.
Á heimasíðu Ferðafélags Íslands eru hugmyndir að búnaðarlista
https://www.fi.is/is/frodleikur/bunadarlistar
Á heimasíðu Safetravel eru hugmyndir að búnaðarlista
Heimildir
Jón Gauti Jónsson. (2013). Fjallabókin. Handbók um fjallgöngur og ferðalög í óbyggðum Íslands. Mál og menning.