Hvort að ferðin heppnist eður ei. Getur oft komið niður á því hversu vel við skipulögðum okkur. Stundum þurfum við nokkrar mínútur til að skipuleggja ef við þekkjum áfangastaðinn vel og höfum farið mörgum sinnum áður. Svo getur skipulagið teygt sig upp í klukkustundir, daga, vikur og mánuði. Allt eftir umfangi og flækustigi ferðalags okkar.
Við verðum því að skoða allt ofan í kjölinn til að vera viss um að allt sé til staðar og kanna aðstæður áður en við förum.
Erum við búinn að finna:
Allann búnað
Mat
Fjarskipti
Helstu símanúmer (heilsugæsla, skálaverðir, veður...)
Aðstæður (t.d. snjóflóðahætta)
Veður
Og svo mætti áfram telja...
Hér á eftir verður farið yfir þær helstu upplýsingar sem við þurfum að skoða varðandi Laugaveginn.
Skipulag fyrir Hornstrandir, Víkingaslóðir, ferð yfir Vatnajökul o.s.frv. eru af svipuðum toga. Það er að við verðum að undirbúa ferðina í samræmi við umfang og flækjustig og afla allra þeirra upplýsinga sem við þurfum.
Ávallt skal muna að ákveðnar upplýsingar þurfum við ávallt að skrifa niður, t.d. símanúmer og leiðarkortið.
Mælt er vatnsheldu bókunum "Rite in the rain". Þær er hægt að nálgast í mörgum bókasölum. t.d.
Bókasölu stúdenta https://www.boksala.is/en/all-weather/
Penninn Eymundsson https://www.penninn.is/is/vorumerki/rite-rain
Mikilvægt er skoða hvaða fjarskiptamöguleikar eru í boði og hvaða fjarskipti virka best á því svæði sem við munum ferðast á.
Við ætlum ekki að telja upp hvað er best að nota, heldur hvaða möguleikar eru í boði. Við verðum ávallt að skoða landsvæðið og finna hvað hentar best hverju sinni.
Þeir fjarskiptamöguleikar sem hægt er að notast við eru t.d.
Farsími
VHF
Tetra
Gervinattasímar
Neyðarsendir
inReach
Spot
o.fl...
__________________________________________________________________________
Farsími
Fyrir Laugaveginn virkar farsíminn á allnokrum stöðum. Hins vegar er mikilvægt að muna að farsímasamband getur verið stopult mest allann Laugaveginn. Því þarf að huga að öðrum valkostum.
Til að sjá útbreiðslu fjarsímasambands er hægt að fara inn á:
https://pta.is/fjarskipti/utbreidslukort-og-tidnitoflur/gsm-utbreidslukort/
Ef að farsímasamband er stopult getur verið gott að slökkva á 3G/4G í símanum. Þá eykur farsíminn styrkinn til að senda farsímamerki.
__________________________________________________________________________
VHF (Metrabylgja)
Talstöð til að eiga samskipti með útvarpsbylgjum. VHF talstöðvar þurfa endurvarpa til að geta borið útvarpsbylgjurnar áfram. Því eru rásirnar mismunandi miðað við hvar við erum stödd á landinu. Rás 16 er neyðarrás fyrir sjófarendur og er hún vöktuð.
Hér að neðan er hægt að sjá enduvarpakort fyrir VHF:
og á
https://www.112.is/metrabylgja
__________________________________________________________________________
Tetra
Tetra er öflugt talstöðvarkerfið sem er í eigu Neyðarlínunar.
Hér er hægt að sjá útbreiðslu á Tetra fjarskiptasambandi:
__________________________________________________________________________
Gervihnattasímar
Gervihnattasímar ná sambandi við gervihnött sem er komið fyrir á sporbraut umhverfis jörðina og virka álíka og farsímar. Við verðum því að vera utandyra undir berum himni til að gervihnattasímar virki sem best.
__________________________________________________________________________
Neyðarsendir (PLB)
Neyðarendir (e. Personal Location Beacon) er útvarpssendir sem hægt er að virkja í neyðartilvikum. Það sendir upplýsingar um staðsetningu til leitar- og björgunaraðila.
https://safetravel.is/leigdu-neydarsendi?lang=is
__________________________________________________________________________
Heimildir