Vefsíðan byggist á hinu svokallaða leiðarkorti. Til eru margar mismunandi útfærslur af leiðarkortum en öll þeirra byggjast upp á því sama. Að afla upplýsinga.
Útskýringar á hverjum reit í leiðarkortinu:
Leggur: Við skiptum leiðinni niður í nokkra leggi (1, 2, 3...) og ástæðan er sú að við viljum brjóta ferðalagið niður í smærri einingar. Það geta verið margar ástæður fyrir því, t.d. stefnubreyting á áttavita, vað yfir á, áhugaverðir staðir, hættur o.s.frv.
Hnit # í byrjun: Hnitin á landakortinu sem við byrjum í.
Hnit # í lok: Hnitin á landakortinu sem við endum í.
Hæð í byrjun: Hæðin sem við byrjum í.
Hæði í lok: Hæðin sem við endum í.
Hæð +/-: Mismunurinn milli þeirrar hæðar sem við byrjum í og enda í.
Stefna: Réttvísandi og/eða misvísandi stefna.
Vegalengd: Vegalengdin sem við ferðumst.
Áætlaður tími: Tíminn sem við áætlum að ferðast hvern legg.
Áætlaður uppsafnaður tími: Við leggjum fyrri tíma saman við nýjasta tímann
Rauntími: Sá tími sem það tók okkur raunverulega að ferðast legginn.
Athugasemd: Allar þær upplýsingar sem við teljum viðeigandi fyrir hvern legg, t.d. hættur, vað, matarstopp, örnefni o.s.frv.
Breytingar: Ef það verða breytingar á leiðinni þegar við ferðumst.
Leiðarlýsing: Lýsing á því sem má búast við á leiðinni. T.d. hversu löng dagleið, skóglendi, hraun, áningarstaðir, fjarskiptasamband á svæðinu o.s.frv.
Dagsetning: Dagsetningin þegar við förum í ferðalagið.
Hægt er að nálgast óútfyllt leiðarkort í Ítarefni